Orkan endar erlendis

Punktar

Bjarni Benediktsson hyggst láta lífeyrissjóðina kaupa í Landsvirkjun til að spara ríkinu vexti af völdum hrunsins. Ekki er ljóst, hvernig hægt yrði að hindra frekara framsal hlutabréfanna til annarra. Erlendir vogunarsjóðir gætu eignast orkuauðlindir landsins, alveg eins og kvótabófarnir gátu rænt auðlindum hafsins. Einkavæðing er sjálfvirkt skrímsli, sem veltur eins og bolti án þess að við neitt verði ráðið. Erfitt verður með lögum að hindra lífeyrissjóði í að nýta eign sína á löglegan hátt. Fyrr en varir verður orka landsins komin í fjarlæga eigu. Skammtímasjónarmið stjórna græðgis-vafningi.