Almennt læsi á allt

Punktar

Við hæfi er að hefja kennslu í fjármálalæsi í skólum. Tilraunir eru þegar hafnar. Samfélagið er orðið of flókið. Það bætir stöðu fólks að eiga kost á betri sýn inn í myrkviði fjármála. Til dæmis þarfnast fólk meiri skilnings á kostnaði við íbúðakaup og rekstur bíla. Varast lunknar gildrur smálánanna illræmdu. Fleiri atriði daglegrar hegðunar þarf að kenna fólki. Til dæmis að fleygja rusli bara á þar til hæfa staði, að skipta um dekk á bíl og að halda húsnæði hreinu. Matseld er víðast kennd og er það vel. Mest er þörfin þó á að kenna klassíska rökfræði í skólum, svo að fólk hætti að bulla út í eitt.