Tölvutækni blaðamanna

Fjölmiðlun

Stöð 2 birti um daginn undarlega frétt um, að einn héraðsdómari legði greifa útrásar í einelti. Sakfelldi þá ævinlega. Fréttamaðurinn nennti samt ekki að keyra dómstólagögn í tölvuforriti; mundi hafa tekið of langan tíma. Páll Hilmarsson á  gogn.in  tók af honum ómakið, keyrði 4689 dóma á nokkrum dögum. Notaði forritin Scraperwiki, Open Refin, PyBossa og Crowdcrafting. Dómarinn reyndist sakfella litlu oftar en aðrir. Hjá öðrum dómara komu hins vegar í ljós sérstæðir sýknudómar. Æfing Páls sýnir, að tölvuklárir blaðamenn geta beitt forritum til að birta alvörufréttir í stað þess að þjónusta eigendur.