Frjálst flæði upplýsinga er forsenda þess, að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir, svo sem í kosningum. Því berst kerfið harðast gegn tillögum um aukið upplýsingafrelsi. Sést vel í lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda og í framkvæmdinni hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kom líka skýrt fram í lögum um Persónuvernd auðmanna. Í umboðssvikum lagatæknanefndar Alþingis sást þetta síðast. Hún læddi inn efnisbreytingum, sem gerðu að engu ákvæði komandi stjórnarskrár um gegnsætt þjóðfélag. Varðhundar kerfisins eru alls staðar á vakt. Pírataflokkurinn er eini flokkurinn, sem tekur á þeim vanda.