Heilög þrenning

Punktar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er höfundur efnahags- og fjármálastefnunnar, sem Davíð Oddsson gerði að ríkistrú. Burtséð frá heiti hennar fólst hún í reyndinni í að einkavinavæða ríkisstofnanir fyrir slikk og koma upp skorti á eftirliti með gæludýrum viðskiptalífsins, einkum í bönkunum. Geir H. Haarde tók við keflinu af Davíð, sem flutti sig yfir í Seðlabankann. Voru báðir á vaktinni í hruninu. Tjónið nam hundruðum milljarða í gjaldþroti Seðlabankans og öðrum hundruðum milljarða í nýja banka á rústum allra gömlu bankanna. Því eru þeir Hannes, Davíð og Geir hin heilaga þrenning hins séríslenzka hruns.