Helmingur þjóðarinnar er andvígur aðild og helmingur þjóðarinnar vill ljúka samningum. Þannig er skoðanakönnun um aðildarviðræður við Evrópu túlkuð út og suður. Sumir sjá bara andstöðuna við aðild og aðrir sjá bara stuðninginn við aðildarviðræður. Betra er að skoða samhengið, einblína ekki á það, sem hentar málstaðnum. Merkilegast er lítið fylgi er við að draga umsóknina til baka, aðeins 15% vilja hlé á viðræðum. Þeir, sem vilja halda áfram viðræðum, eru samt ekki endilega fylgjandi aðild. Sumir þeirra eru andvígir, en vilja samt klára dæmið. Stóru línurnar í almenningsálitinu eru áfram óbreyttar.