Einkennileg ummæli Kristínar Völundardóttur um hælisleitendur eru í stíl við aðra framgöngu Útlendingastofnunar frá upphafi. Ekki er von á góðu frá þeim, sem hata fólk frá þriðja heiminum. Og heimta jafnvel vottorð frá pyndurum um, að þeir hafi pyndað hælisleitanda. Slík vottorð fást hvergi. En krafan sýnir vel, í hvaða rugli þessi stofnun er. Þar á ofan væri almennt gott, að embættismenn tjáðu sig varlega um ágreiningsefni í samfélaginu. Kristín hefur ítrekað sýnt hatursfullar skoðanir á hælisleitendum. Hún er óhæf til að gegna þessu ábyrgðarstarfi. Í alvöruríki væri hún búin að segja af sér.