Ég fæ gæsahúð í hvert sinn sem ég sé forstöðumann greiningardeildar banka tjá sig í fjölmiðli. Skil ekkert í, að ritstjórnir skuli telja þá merkar heimildir um þróun fjármála. Fyrir hrun voru þessar greiningadeildir notaðar til að básúna hagsmuni bankstera og telja fólki trú um, að allt væri í bezta lagi. Nú kemur einn greiningastjórinn enn og segir allt vera í skralli. Mín fyrsta spurning er, hverra hagsmuna er hún að gæta. Eru það vogunarsjóðir í útlöndum eða eru það kvótagreifar, sem vilja lækka gengið? Örugglega er ekki neitt málefnalegt í ummælum hennar og brýnast er að skilja hagsmunagæzluna.