Þegar sala Grímsstaða á Fjöllum varð fjölmiðlaefni, hallaðist ég að jákvæðu viðhorfi. Sá ekki muninn á henni og annarri sölu til útlendinga, sem hefur yfirleitt gefizt vel. Mikið vatn er síðan runnið til sjávar og aukin ástæða til að horfa samtímis á útþenslustefnu Kína. Einar Benediktsson sendiherra vakti nýlega athygli á henni. Kína haslar sér völl víðs vegar um heiminn og lætur sums staðar digurbarkalega. Með landhelgiskröfu upp í fjörur annarra ríkja. Í opinberum heimsóknum koma þeir hingað í hundrað manna hópi. Mér er hætt að lítast á blikuna. Mæli nú með, að við veitum Nupo ekki fótfestu hér.