Eldhús moka salti

Punktar

Óeðlilegt er að þurfa að þamba vatn síðdegis eftir saltaustur í hádeginu. Þannig var Dill í Norræna húsinu í gær. Fiskibollur voru of saltar og eins kartöflufroða, en saltastar voru steiktar hvítkálsreimar. Ekkert bragð var af matnum utan saltbragðið. Svipað kom fyrir mig á Höfninni í síðustu viku, en þó í vægara mæli. Fiskurinn var í lagi, en steikta grænmetið ofsaltað, einkum kartöfluteningar. Í gamla daga var meira notað salt í veitingahúsum, en sjaldan úr hófi í seinni tíð. Ég set mörkin, ef óviljandi saltát leiðir til óeðlilegrar vatnsdrykkju í kjölfarið. Tel það vera bilun í matreiðslu.