Bankastjórar eru sakaðir um umboðssvik. Fínimannsorð um þjófnað. Bankastjóri stelur fé frá eigin banka og afhendir gæludýrum. Einkum eigendum bankans, sem misnota hann þannig. Samt eru stjórnmálamenn ekki sóttir til saka fyrir umboðssvik. Stela fé umbjóðenda sinna, almennings, og afhenda sérhagsmunum. Eins og þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn stálu auðlindum hafsins og afhentu kvótagreifum. Eins og Bjarni Benediktsson hyggst stela Landsvirkjun og afhenda lífeyrissjóðum, sem afhenda hana áfram til erlendra vogunarsjóða. Allt eru þetta umboðssvik, ein tegund þjófnaðar. Gæti heitið auðlindarán.