Tíu milljarðar manns

Punktar

Boða ykkur gleðitíðindi. Þótt fólki hafi fjölgað ört síðustu áratugi, spanni núna sjö milljarða manns, fer fjöldinn ekki yfir tíu milljarða. Vegna mikils fjölda ungs fólks mun fólki fjölga næstu árin. En svo fáir fæðast í flestum og fjölmennustu ríkjum heims, að mannkynið staðnæmist í tíu milljörðum. Hans Rosling, prófessor við Karolinska hefur sýnt fram á þetta með því að rekja fólksfjölgun einstakra ríkja. Í stóru ríkjunum, Kína og Indlandi, snarfækkar fæðingum á hverja konu. Þegar við áætlum orkuþörf mannkyns, þurfum við ekki að gera ráð fyrir stærra mannkyni en tíu milljörðum. Unnt að brauðfæða það.