Kemur engin Dögun?

Punktar

Dögun er komin í vanda sem stjórnmálaflokkur. Áhugamenn úr stjórnlagaráði og ýmsir þjóðkunnir menn hafa dregið sig í hlé. Lýður Árnason farinn, Gunnar Tómasson farinn, Jóhannes Björn Lúðvíksson farinn, Þorvaldur Gylfason kom aldrei inn. Afleitt, eftir sitja Hreyfingin og Hagsmunasamtökin. Mig skortir trú á, að Dögun komist á skrið með þessu framhaldi. Kannski Pírataflokkurinn verði betri kostur, en nafnið á flokknum fælir fólk. Tæpast er nóg að hafa málefnin góð, einnig þarf að hugsa fyrir sölu þeirra. Kjósendur eru upp til hópa svo andvana, að leitun er að leiðum til að vekja þá til lífs og vits.