Undir stjórn aðstoðarmannsins hefur Ögmundur Jónasson tekizt á hendur að banna allt, sem ljótt finnst. Andvígur klámi á netinu og vill setja þar upp girðingar og lokanir. Næst segir aðstoðarmaðurinn honum, að áfengi sé ljótt. Ögmundur sendir þá út frumvarp um bann við landa og gambra. Á meðan getur hann ungað út frumvörpum um bann við vændi, svefnlyfjum og bann við heimsku. Fleira verður freistandi hjá rugluðu fólki, sem telur ríkið geta leyst allan samfélagsvanda. Afskaffað allt, sem ljótt er, ósiðlegt og helzt það, sem er fitandi. Ögmundur gerir minna af sér, meðan hann dundar við svona endaleysu.