Stjórnarskrárflokkurinn

Punktar

Góð leið til að vekja daufa kjósendur til lífs er að bjóða fram undir merki nýrrar stjórnarskrár. Björt Framtíð gerir það ekki. Hálf þjóðin tók þátt í þjóðaratkvæði um stjórnarskrána. Flokkarnir og Björt Framtíð hafa sparkað í allt þetta fólk. Höfða má til þess. Fá gott fólk úr stjórnlagaráði til að skipa efstu sæti framboðslista. Svo sem Þorvald Gylfason og Ómar Ragnarsson. Margir mundu styðja slíkan lista, þótt þeir styðji hvorki hagsmunasamtök né flokk, sem kallar sig pírata. Með því að hafa nýju stjórnarskrána langefst á stefnuskránni má ná til fólks, sem senn fer að fatta svik allra pólitíkusa.