Gerðu sitt bezta

Punktar

Það voru ekki landráð, er Geir Haarde og Árni Mathiesen samþykktu uppkast Baldurs Guðlaugssonar að fyrsta IceSave. Ekki heldur er Bjarni Benediktsson mælti fyrir málinu 28. nóvember 2008. Þeir voru bara að gera sitt bezta í erfiðri stöðu. Eins og allir gerðu, sem síðar komu að hinum ýmsu IceSave samningum. Verst var staða Geirs og félaga. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn neitaði að lána, nema Norðurlöndin lánuðu. Og Norðurlöndin neituðu að lána nema samið yrði um IceSave. Þá var samið um 6,5% okurvexti. Þeir lækkuðu síðan með hverjum nýjum samningi og komust niður í núll með dóminum í gær.