Bjarni Benediktsson formaður mælti 28. nóvember 2008 fyrir fyrsta IceSave samningnum á Alþingi. Fól ríkisstjórninni að semja um IceSave á grundvelli minnisblaðs Baldurs Guðlaugssonar samningamanns. Fyrsti og slappasti IceSave samningurinn. Síðan greiddi Bjarni Benediktsson atkvæði með síðasta IceSave samningnum, er kenndur er við Buchheit og síðan var felldur í þjóðaratkvæði. Samt neitar Bjarni þessari fortíð. Gengur lengra en allir aðrir pólitíkusar landsins í að afneita fortíð sinni. Afneitar líka Sjóvá og N1 og BNT. Afar heppilegt er fyrir Flokkinn að hafa formann, sem á Íslandsmet í afneitun.