Undarlegustu minningarorð síðustu daga um IceSave koma frá Landsbanka-feðgunum. Ímynda sér, að dómurinn feli í sér, að við höfum farið skaðlaust út úr braski þeirra með Landsbankann. Svo er aldeilis ekki. Kostaði ríkið tugi milljarða við endurstofnun og endurfjármögnun Landsbankans. Feðgarnir áttu þannig mikinn þátt í hruninu. Það olli ekki bara ríkinu tjóni, heldur -öllum þeim, sem lentu í vísitöluhækkunum lána í kjölfarið. Og loks er þar á ofan snjóhengjan, sem felst í gjaldeyriserfiðleikum þjóðfélagsins. Meira að segja IceSave er skandall, því dánarbúið greiðir rétt umfram forgangskröfur.