Feilnótan í sigrinum

Punktar

Við sigruðum ekki í IceSave á grundvelli neins réttlætis. Úrskurðurinn snýst ekki um réttlæti. Snýst um tæknileg mistök í orðalagi tilskipunar Evrópu um innistæðutryggingar. Við sigruðum þannig á lagatækni Njáls Þorgeirssonar á Bergþórshvoli og Marðar Valgarðssonar á Hofi, en ekki á efnisatriðum. Eftir stendur, að íslenzkir bankabófar fóru með nýtízku Ponzi-kerfi um Bretland og Holland. Nafn landsins var meira að segja notað í IceSave. Stofnuðu virðingu okkar í voða. Ganga enn allir lausir. Því er tæpast hægt að segja, að við höfum hreinsað okkur af skítnum, sem loðir við landið vegna fjárglæfranna.