Vanstilltir fundarmenn

Fjölmiðlun

Í erlendum iðnskólum í blaðamennsku er kennt að leita staðfestinga. Ekki sé nóg að birta tvö sjónarmið, hvað þá eitt. Blaðamaðurinn eigi að finna það rétta. Ágætis tækifæri féll í greipar íslenzkra blaðamanna, er borgarstjóri hélt borgarafund í Grafarvogi. Fjölmiðlar sögðu frá, að Gnarr kvartaði yfir orðbragði og einelti á fundinum. Einn fjölmiðill sagði þó, að nafngreindum fundarmanni hefði þótt svör Gnarrs lítil og léleg. Hvað á ég að halda? Las svo síðdegis í dag frétt á vef útvarpsins, þar sem óháður aðili úr öðrum bæ sagði nokkra fundarmenn hafa verið vanstillta á fundinum. Málið leyst, takk.