Vænkast hagur Dögunar. Jón Jósef Bjarnason og Jóhannes Björn Lúðvíksson ætla í framboð. Hafa lagt gott til þjóðmálanna og verða góðir fulltrúar okkar á Alþingi. Nauðsynlegt og brýnt er að skipta út sem flestum þingmönnum. Losna við öskurapana, sem fíflast um þingsali með frammíköllum og málþófi. Umræðan þar snýst ekki um að ræða mál, heldur að ræða um að ræða þurfi um mál. Meðan almenningi finnst þetta fyndið er ekki von á góðu. Mér finnst þó líklegt, að þriðjungur kjósenda sé með viti og sé ekki í álögum fjórflokksins. Þeir ættu alls að geta náð inn tuttugu þingmönnum undir merkjum nokkurra nýrra flokka.