Þótt ýmsir hneigist að trúgirni hér um slóðir, eru engir blankari í kollinum og sumt líkamsræktarfólk. Sést af vöruframboði í anddyri líkamsræktarstöðva. Þar er hver kínalífs-elixírinn upp af öðrum, lofaður af þjálfurum, sem hafa fólk að féþúfu. Eitt nýjasta dæmið um snákaolíu líkamsræktar er gotterí, sem heitir Aktíf, próteinblönduð sykurstöng, 38% sykur. Hún ætti að vera á nammibörum stórmarkaða, en er sett með meintri hollustuvöru, þar sem engin sykurbomba á að vera. Sumt líkamsræktarfólk notar ekki aðra fæðu en slíkar stangir eða hliðstætt duft og drykki í dós. Sykurbomban er úr gotterís-gerð.