Óheyrileg græðgi

Punktar

Fimm lífeyrissjóðir kæra slitastjórn Glitnis fyrir ofurþjófnað úr þrotabúi bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson eru sökuð um að hafa oftekið sér 400 milljónir króna úr búinu árin 2009-2012. Útselda vinnu sína þennan tíma reikna þau sér á 842 milljónir króna. Geðveikisleg græðgi. Þungt var að toga upplýsingar upp úr hinum kærðu, en með hótunum hafa tölur loks komið í ljós. Lengi hefur verið vitað, að héraðsdómstólar fara óvarlega í vali skilanefndarfólks. En skilanefnd Glitnis hefur slegið öll fyrri met í óheyrilegri græðgi í sjálftöku sinni. Ísland í dag, lagatæknar á útopnuðu.