Formaður Samfylkingarinnar vill friðarstjórnmál, því jafnaðarstefna þrífist illa í vopnaglamri. Með öðrum orðum er Samfylkingin góðviðrisflokkur, sem þrífst helzt, þegar nóg er að bíta og brenna. Flokknum henta illa erfiðir tímar eins og þeir hafa verið hér um skeið. Þetta eru almælt tíðindi. Eftir kosningar munu Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson fara saman í stjórn. Banksteravinir og braskarar eiga vel saman, verði Samfylkingunni að góðu. Þá verður búið að moka mestu af skítnum út, svo að hægt er að efna í nýtt sukk og nýja hrunversku. Þá verða sko bófar og banksterar teknir aftur í sátt.