Fjórflokkurinn setur sig í stellingar fyrir kosningarnar. Samfylkingin færði sig Evrópumegin upp að hlið Sjálfstæðisflokksins. Stóriðjukratar hafa tekið völdin og allt rautt og grænt er hreinsað burt. Svo lágt er risið á Vinstri grænum, að þeir geta ekki notfært sér brotthvarfið. Heldur getur alvörugrænn flokkur, verði hann í boði, hreinsað restina af örfylgi Vinstri grænna. Einn flokkur enn er kominn Evrópumegin upp að Sjálfstæðisflokknum, Björt framtíð. Ætlar sér sess í hægri stjórninni í vor. Hægri grænir eru líka að reyna að naga utan af skrímslinu. En Framsókn hirðir fjölmenna hjörð þjóðrembinganna.