Bófahasar kontórista

Punktar

Innanríkisráðherra er í vondu máli vegna komu bandarískra njósnara. Virðast hafa starfað í viku í leyfi ráðuneytis, ríkislögreglustjóra og -saksóknara. Fóru út fyrir verksvið sitt og var vísað úr landi, en dvölin ekki rannsökuð. Í gær gáfu stjórarnir með asnaeyrun út greinargerð. Dylgja um, að maður hjá Wikileaks sé enn grunaður um tölvunjósnir. Ekkert hefur heyrzt í hálft annað ár um, að sá hafi verið kærður. Annað hvort þarf að kæra manninn eða biðja afsökunar. Tímabært er, að ýmsir áttavilltir embættismenn í bófahasar séu látnir segja af sér. Ögmundur Jónasson var að endurráða ríkislögreglustjóra.