Hættulegustu samtök landsins eru Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið, sem starfa náið saman. Helzta baráttumál þeirra er að efla hag verktaka. Því heimta þau opinberar framkvæmdir fyrir skattfé, sem ekki er til. Vilja ný orkuver út í eitt, bara vegna stundarhagsmuna verktaka. Samt er atvinnuleysi komið niður fyrir fimm prósent um háveturinn og meira framboð af störfum en eftirspurn. Tillögur þessara samtaka leiða til óhófsþenslu og tilhlaups að nýju hruni. Verst er, að þessi hættulegu samtök eru jafnan kölluð til, þegar ná þarf sátt um eitthvað. Niðurstaðan er ævinlega á kostnað skattgreiðenda.