Árni Páll Árnason minnir á málþófsmenn Sjálfstæðisflokksins á alþingi, enda er hann í röngum flokki. Segir Samfylkinguna hafa svör við öllum vanda, en segir ekki, hver þau svör séu. Eins og málþófsmenn í umræðu um stjórnarskrá tala um, að tala þurfi um stjórnarskrána. Án þess að ræða hana efnislega. Kennt í Morfís, að því er mér er tjáð. Hvað meinar Árni Páll, þegar hann boðar “fjölbreytt grænt þekkingarhagkerfi”. Samkvæmt mínum skólabókum er þetta dæmigerð froða. Hún vellur silkimjúkt upp úr hverjum þeim, sem fær ráð almannatengla. Ráðin snúast um að segja sem fæst í sem flestum sætum orðum.