Helgi Gunnlaugsson prófessor rekur ofbeldi á barnaperrum til hömluleysis í þjóðarsálinni. Ég held, að viðbrögðin stafi miklu fremur af uppgjöf gagnvart lögreglu og dómstólum. Alþýða manna telji þessar stofnanir ekki sinna neinu réttlæti, heldur bíti sig í undarlegar orðskýringar. Þegar fólk telur, að stofnanir laga og réttar þjóni ekki hlutverki sínu, tekur það lög og rétt í eigin hendur. Sumpart stafar þetta af brottfalli þöggunar og sumpart af hömluleysi. En fyrst og fremst er þetta uppgjöf, máttlaus viðbrögð fólks við illsku kerfisins. Það er kerfið sjálft, sem hefur stundað óbærilegt gerræði.