Hinn þögli meirihluti verður hneykslaður og reiðastur við ábendingum þeirra, sem sjá framar nefi sínu og maga. Minnisstætt, þegar heimskur Landsfundur baulaði Ólaf Magnússon úr pontu og af fundi fyrir að benda á umhverfisvernd. Sannleikur er heimska meirihlutanum óbærilegur og sjálfstæðismenn hata fátt meira en umhverfisvernd. Annað brýnasta mál mannkyns er barátta fólks við auðinn og völdin um frelsið á netinu og vefnum. Mjög fáir skilja mikilvægi veffrelsis og enginn sjálfstæðismaður skilur það. Fleiri kjánar eru á stjái, einkum þeir, sem vilja setja lög um gott skipulag á netnotkun fólks.