Íslenzkir kratar voru á sínum tíma afar hrifnir af Tony Blair. Sóttu jafnvel landsþing brezkra krata. Blair er þekktastur fyrir Blair-isma. Einkenndist af frjálshyggju og ást á auðmönnum. Þannig vann Blair sigur á íhaldinu. En týndi sál flokksins, sem hefur síðan ekki borið sitt barr. Sumum krötum fannst völd vera næg umbun fyrir glataða sál, en það var skammvinn nautn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir innleiddi Blair-isma frjálshyggju og ástar á auðmönnum í Samfylkingunni og í hrunstjórninni. Margir áhrifamenn í flokknum þjást enn af þessum gamla Blair-isma. Þeir hafa aftur náð völdum í flokknum.