Les á fésbók, að dómarar verði að dæma eftir texta laganna, ekki eftir ætlun alþingismanna, sem afgreiddu textann. Galli er á kenningunni, að íslenzkir dómarar, þar með hæstaréttardómarar, hafa undarlega málvitund. Túlka orðin öðruvísi en vant er og öðruvísi en gert er í opinberum orðabókum. Ljótt dæmi um slíkt er í nýjum dómi um nauðgun. Lagatæknar og dómarar búa til ný orð og skrítna flokkun orða til að hagræða meiningunni. Magna upp mun á “skoða” og “rannsaka”, telja “fallinn” ekki þýða endurnýjaðar reykingar. Dómarar hanga á fráleitum orðhenglum eins og hundar á roði. Mega fáfróðir stýra málvitund?