Þetta er hægri bylgja

Punktar

Hægri sinnaðir stúdentar bökuðu þá vinstri sinnuðu í kosningunum í Háskóla Íslands. Unnu með yfirburðum í öllum deildum skólans. Hlutu samtals 21 af 27 fulltrúum í Stúdentaráði. Man ekki eftir öðrum eins yfirburðum frá því ég fór að fylgjast með. Áður var oftast mjótt á mununum milli fylkinganna. Mér segir þetta, að unga fólkið um og upp úr tvítugu velji sér varanlega stöðu á hægri væng. Skil loks, hvers vegna hver stjórnmálaflokkurinn á fætur öðrum stillir sér upp við hlið Flokksins mikla. Samfylkingin er í hraðferð þangað. Einnig Björt framtíð. Jafnvel Hægri grænir eru farnir að mælast með fylgi.