Þar er fall hans falið

Punktar

“Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli.” Viðbrögð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við dómi um skattalagabrot hans eru fyndið dæmi dagsins um spuna. Maðurinn fékk 62 milljón króna sekt og dæmist því hafa verið sekur. Hvernig getur það verið sigur? Er það sigur, að dómari leyfði lögmönnum að tefja út og suður árum saman, meðan þættir málsins féllu á tíma. Það er auðvitað ósigur dómarans, en ekki sigur Jóns Ásgeirs. Hann var dæmdur fyrir skattalagabrot. Orðið þýðir skattsvik á máli alþýðunnar. Hann var dæmdur til fangavistar, þótt hann hafi fengið skilorð.