Sérhagsmunir sigra á þingi

Punktar

Ríkisstjórnin hefur endanlega gefizt upp fyrir stjórnarandstöðu, sem gengur erinda kvótagreifa. Hætt við að fylgja eftir þjóðarviljanum, sem kom skýrt fram í þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá. Eins ömurlegt og það getur orðið. Þjóðaróvinir standa uppi sem sigurvegarar á Alþingi, því að ríkisstjórnin hefur ekki lengur þrek til að skúra eftir hrunið. Í stað stjórnarskrár á að afhenda kvótagreifum tuttugu ára eignarhald á stóru þjóðarauðlindinni. Og kjósendur horfa bara á og virðast harla fegnir. Leitun er öðrum eins aulum og íslenzkum kjósendum. Flykkjast í faðm þeirra, sem lengst ganga í að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Íslenzka þrælslundin er söm við sig.