Níutíu er of mikið

Punktar

Ríkinu er ofviða að borga níutíu milljarða í vexti af lánum. Hrunið fól samt í sér þennan bagga, svo honum verður að sinna. Efast um, að nóg hafi verið unnið að lækkun vaxta og lengingu lánstíma. Við hefðum þurft að lækka árlega vaxtabyrði vegna hrunsins um tuttugu milljarða. Þá væri staða velferðar ögn skárri og Landsspítalinn ekki að hruni kominn. Þýðir að vísu töluvert lengri skuldatíma, en þetta er bara of mikil byrði á stuttum tíma. Stjórnin þarf að flýta sér að leita allra leiða til að teygja og lækka árlega greiðslubyrði. Svo þarf hún að hætta öllu leyndó og gera þennan vanda gegnsæjan almenningi.