Allt breiðband, allur ljósleiðari og allt þráðleysi á að vera á vegum hins opinbera eins og allt kerfi vega, hafna og flugvalla. Allt eru það innviðir samgangna. Erlendis ásælast auðhringir hraðbrautir veraldarvefsins til að stofna læsta garða. Þar hefur efni einokara forgang fram yfir frjálst efni. Breyta líka aldagamalli bókahefð, þar sem menn eiga sín eintök, lána þau, leigja og selja sem þeim þóknast. Í tónlist og kvikmyndum vilja auðhringir víkja frá hefðinni og banna mönnum að eiga sín keyptu eintök, lána, leigja og selja. Á vefnum geysist fram einokun. Því þurfum við ríkisrekna innviði.