Hrædd við fólkið

Punktar

Feneyjanefndin vill draga úr völdum, sem almenningi eru falin í drögum að nýrri stjórnarskrá. Telur heppilegra að aukinn meirihluti Alþingis ákveði breytingar á stjórnarskrá, fremur en að þjóðaratkvæði geri það. Svo hefur hún ýmsar tæknilegar athugasemdir við stöðu forsetans. Stingur upp á, að stjórnmálamenn og sveitarstjórnamenn velji forseta, en ekki þjóðin. Hvorugt tel ég að hafi hljómgrunn hér, enda er Feneyjanefndin óþarflega hrædd við aukin áhrif almennings. Ég held, að fólk vilji sjálft ráða stjórnarskrá sinni og vali á forseta landsins. Vilji ekki fela það í hendur fínimanna.