Þjóð eða þegnar?

Punktar

Feneyjanefndin telur eins og ég, að fólk sé fífl. Eins og raunar ýmsir hópar lagatækna gera líka, svo sem nefnd lagatækna Alþingis og félags lagatækna. En við drögum mismunandi ályktanir af þessu. Ég vil auka völd fólks, svo að það verði einhvern tíma fullorðið og geti tekið pólitískar ákvarðanir. Vil, að þjóðin ali sig þannig upp sem fullgildir borgarar. Feneyjanefndin er hins vegar hrædd við völd þjóðar, telur þau auka sundrungu í þjóðfélaginu, vill takmarka þau. Telur til dæmis, að fólk eigi ekki að kjósa forsetann, heldur pólitíkusar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Vill, að þjóðin verði þegnar.