Kortéri fyrir afgreiðslu máls er alltaf kortéri fyrir afgreiðsluna. Þegar búið er að tala um mál í fjögur ár, rennur alltaf upp sú stund, að kortér sé til afgreiðslu. Þá er tilgangslítið að tala um, að ekki megi afgreiða málið, því bara kortér sé til stefnu. Hafi Flokkurinn og Framsókn í fjögur ár látið undir höfuð leggjast að ræða nýja stjórnarskrá, varðar það ekki okkur hin. Séu þingmenn þessara flokka enn að tala um að tala þurfi um að tala þurfi um stjórnarskrá í meira en kortér, geta þeir leitað sér hjálpar hjá viðeigandi sálfræðingum. Afgreiðið nú þessa blessuðu stjórnarskrá, nóg er hún rædd.