Afsögn Steingríms J. Sigfússonar formanns er skynsöm. Fulltrúi þankagangs hins gamla Íslands, sem hefur einkennt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir eins og fyrri ríkisstjórnir. Stýrði leið þjóðarskútunnar af strandstað ríkisfjármála eftir gjaldþrot Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Hjól atvinnulífsins á fullu, atvinna næg og skuldatryggingaálag nær horfið. Gat þó ekki mætt tíma nýrrar stjórnarskrár og fyrningar kvóta. Gat ekki heldur haldið flokknum saman, nær hálfur þingflokkur vinstri grænna horfinn. Tími er kominn til að víkja fyrir yngri kynslóð Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur. Tími karlanna er liðinn.