Mestur slægur er í Lýðræðisvaktinni, einkum vegna þess, að ríkisstjórnin er að gefast upp á stjórnarskránni. Þar er svo margt, sem leiðir þjóðina fram á veginn, þar á meðal atriði, sem eru mál Dögunar og Pírata líka. Þar hefur mér þótt vanta stjórnlagaráðsfólk, sem nú safnast fyrir á Lýðræðisvaktinni. Tek þó fram, að Hreyfingin, sem stóð sig vel á þingi, á aðild að Dögun og Pírötum, sem einnig eru jákvæð framboð. Nú er að sjá í næstu könnunum, hver af þessum framboðum hafa kjörþokka. Töluverður tími er enn til stefnu og enn hugsanlegt samstarf um framboð. Allt er betra en Fjórflokkurinn og Björt.