Evrópska hrossakjötshneykslið er enn ein sönnun þess, að frjálsi markaðurinn virkar ekki eftir kennslubók. Íslenzka hrunið var annað dæmi um, að skortur á eftirliti hefur geigvænlegar afleiðingar. Brezka stjórnin er núna í vanda, því að hún hefur verið að reyna að skera niður matvælaeftirlit. Svo kemur í ljós, að skortur á matvælaeftirliti æsir frjálsa markaðinn til óhæfuverka. Hvenær, sem hlekkir bresta á markaðsöflunum, fara þau út á yztu nöf, oftast fram af yztu nöf. Smám saman áttum við okkur á, að ekkert er sjálfvirkt við frjálsa markaðinn. Hann stýrir sér ekki sjálfur. Herða þarf allt eftirlit.