Ást og hatur

Punktar

Íslendingar eiga í ástar- og haturssambandi við Evrópu. Flest fer úrskeiðis hér og þá þykir sjálfsagt að kæra í evrópska yfirdómstóla. Jafnframt hafna þjóðrembingar, að Evrópa dragi okkur inn í eldhafið í sínu skelfilega húsi. Gott er talið, að evrópskur fríverzlunardómstóll dæmi okkur í hag í IceSave, þótt ÓRG telji hann marklausan. Telja sjálfsagt, að mannréttindadómstóllinn evrópski verndi fólk fyrir vondum Hæstarétti. En mega ekki til þess hugsa að taka þátt í Evrópu og fá evru í stað verðbólgu. Og nú vill hin hataða Evrópa jafnvel banna verðtryggð neytendalán. Hvað næst, glerperlur og eldvatn?