Ríkisútvarpið á málefnalega bágt í samskiptum sínum við Alþingi. Það lifir að mestu á nefskatti, sem Alþingi gæti hæglega skipt upp. Til dæmis á þann hátt, að tiltekin upphæð færi í þjónustu við framboðslista. Betra er fyrir Ríkisútvarpið að taka frumkvæðið og sýna tillögu um staðlaða þjónustu við framboðslista. Og þá eins við alla framboðslista. Slíkt frumkvæði dregur úr kröfu um lögbundna þjónustu. RÚV hefur staðið sig illa í tengslum við ýmsar kosningar. Skemmst er að minnast kosninganna til stjórnlagaráðs. Tregða þess núna leiddi nærri til laga um að það léti eftir hluta af dagskrárvaldi sínu.