Skuldastaðan er bærileg

Punktar

Skuldastaða heimila er skárri en hagsmunasamtök þeirra láta í veðri vaka. Um 80% fólks standa í skilum. Hlutfallið var um 90% fyrir hrun 2008. Staðan er að vísu tvöfalt verri en hún var fyrir hrun, en samt bara minnihluti fólks. Út frá þessum grófu tölum má halda fram, að 10% séu ætíð í vanda með fjármál sín, jafnvel í froðuhagkerfi fyrirhrunsáranna. Viðbótin vegna hrunsins sé bara 10%. Auðvitað er það vandi, en langt frá því vandi allra heimila. Ég held, að fólk skilji. Það skýri ekkert fylgi Samstöðu og Dögunar og ekkert fylgi fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna í forsetakosningunum í haust.