Meirihluti Stúdentaráðs gaf yfirlýsingu um meðferð fyrri framkvæmdastjóra og hagsmunafulltrúa á krítarkortum. Höfðu heimild til að nota litla upphæð og fóru hálfa milljón framúr. Heitir venjulega kortamisferli. Ákveðið var, að þeir endurgreiddu féð. Því seinkaði, svo að tölurnar komu fram í bókhaldi. Hvellur varð, féð var loks endurgreitt og ekki gerðar frekari kröfur. Allt samkvæmt Stúdentaráði. Heimir Hannesson, ekki áður nefndur, sagður umræddur hagsmunafulltrúi, lætur svo Vilhjálm H. Vilhjálmsson hrl. senda hótanir um lögsóknir. Vegna ærumeiðinga um sig, sem fram að því hafði verið nafnlaus.