Ábyrgð Samfylkingarinnar

Punktar

Sumir þingmenn og álitsgjafar Samfylkingarinnar telja sér trú um, að hún sé saklaus af ógöngum stjórnarskrárinnar. Vilja kenna stjórnarandstöðunni um klandrið. Vilja gleyma þætti Samfylkingarinnar. Verkstjórar hennar á þingi hafa ítrekað trassað að fylgja stjórnarskránni fast eftir. Misstu til dæmis niður allan fyrri hluta janúar. Samt var þá vitað, að hún væri að falla á tíma. Einstakir þingmenn flokksins hafa líka grafið undan stjórnarskránni. Ber þar frægastan að telja nýjan formann flokksins. Hefur rætt við formenn stjórnarandstöðunnar um að láta allan þorra málsins liggja að þessu sinni.