Ríki og kirkja dagblaða

Fjölmiðlun

Robert McCormick, sögufrægur eigandi Chicago Tribune, bannaði, að blaðamenn og auglýsingafólk blaðsins notaði sömu lyftuna í blaðhúsinu. Vildi ekki, að það hittist. Henry Luce, ekki minna sögufrægur eigandi Time, fyrirskipaði aðskilnað þess, er hann kallaði ríki og kirkju. Ríkið var fjármáladeild Time og kirkjan var ritstjórn Time. Þannig voru víða reistir virkisveggir milli ritstjórna blaða og peningadeilda á síðustu öld. Á gróðafíkinni nýrri öld braut nýr eigandi Los Angeles Times niður múrinn. Seldi langtímatraust þess fyrir meintan skammtímagróða. Blaðið hrundi í hvelli. Fólkið finnur þefinn.