Ofstæki og einangrun

Punktar

Stríðari ómur í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins vakti athygli um helgina. Flokkurinn var nær búinn að samþykkja trúarofstæki að hætti hinnar illræmdu teboðshreyfingar í Bandaríkjunum. Þá ályktun tókst að stöðva, en í gegn fór sérkennilega þjóðrembd ályktun um, að lokað verði fyrir viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Vel hefði verið hægt að orða þá ályktun rólegar. Virtist af ásettu ráði orðuð til að fæla evrópusinna úr flokknum. Minnir mig á fyrri landsfund, sem baulaði náttúruvernd úr ræðustóli og út af fundi. Hér er flokkur á hraðri ferð til aukins ofstækis og einangrunar á ýmsum sviðum.